Déclaration des droits de l’hommes en islandais : mannréttindayfirlýsing sameinuðo þjóðanna
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðo Þjóðanna
Inngangsorð
Það ber að viðurkenna, að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar i heiminum.
Hafi mannréttindi verið fyrir borð borin og lítilsvirt, hefur slíkt haft í för með sér siðlausar athafnir, er ofboðið hafa samvizku mannkynsins, enda hefur því veriðyfir lýst, að æðsta markmið almennings um heim allan sé að skapa veröld, þar sem menn fái notið málfrelsis , trúfrelsis og óttaleysis um einkalíf afkomu.
Mannréttindi á að vernda með lögum. Að öðrum kosti hljóta menn að grípa til þess örþrifaráðs að rísa upp gegn kúgun og ofbeldi.
Það er mikilsvert að efla vinsamleg samskipti þjóða í milli.
Í stofnskrá sinni hafa Sameinuðu þjóðdirnar lýst yfirtrú sinni á grundvallaratriði mannréttinda, á göfgi og gildi mannsins og jafnrétti karla og kvernna, enda munu þær beita sér fyrir félagslegum framförum og betri lífsafkomu með auknu frelsi manna.
Aðildarríkin hafa bundizt samtökum um að efla almenna virðingu fyrir og gæzlu hinna mikilsverðustu mannréttinda í samráði við Sameinuðu þjóðirnar.
Til þess að slík samtök megi sem best takast, er þaðákaflega mikilvægt, að almennur skilningur verði vakinn á eðli slíkra réttinda og frjálsræðis.
Fyrir því hefur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fallizt á mannréttindayfirlýsingu þá, sem hér með er birt öllum þjóðum og ríkjum til fyrirmyndar. Skulu einstaklingar og yfirvöld jafnan hafa yfirlýsingu þessa í huga og kappkosta með fræðslu og uppeldi að efla virðingu fyrir réttindum Þeim og frjálstræÞi,sem hér er að stefnt. Ber og hverjum einum að stuðla Þeim framförum, innan ríkis og ríkja í milli, er að markmiðum yfirlýsingarinnar stefna, tryggja almenna og virka viðurkenningu á grundvallaratriðum hennar og sjá um, að Þau verði í heiðri höfó, bæði meðal Þjóða aðildarríkjanna sjálfra og meðal Þjóða á landsvæðum Þeim, er hlita lögsögu aðildarríkja.
1. grein.
Hver maður er borinn frjáls ogjafn öðrum að virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og samvizku, og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við annan.
2. grein. Hver maður skal eiga kröfu á réttindum þeim og því frjálsræði, sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna,ætternis eða annarra aðstæðna.
Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, umráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu.
3. grein.
Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi.
4. grein.
Engan mann skal hneppa í þrældómné nauðungarvinnu. Þrælahald og þrælaverzlun, hverju nafni sem nefnist, skulu bönnuð.
5. grein.
Enginn maður skal sæta pyndingum, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.
6. grein.
Allir menn skulu, hvar í heimi sem er, eiga kröfu á að vera viðurkenndir aðilar að lögum.
7. grein.
Allir menn skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, ánmanngreinarálits. Ber öllum mönnum réttur til verndar gegn hvers konar misrétti, sem í bága brýtur við yfirlýsingu þessa, svo og gagnvart hvers konar áróðri til þess að skapa slíkt misrétti.
8. grein.
Nú sætir einhver maður meðferð, er brýtur í bága við grundvallarréttindi þau, sem tryggð eru í stjórnarskrá og lögum, og skal hann þá eiga athvarf hjá dómstólum landsins til þess að fa hlut sinn réttan.9. grein.
Ekki má eftir geðþótta taka menn fasta, hneppa þá i fangelsi eða varðhald né gera útlæga.
10. grein.
Nú leikur vafi á um réttindi þegns og skyldur, eða hann er borinn sökum um glæpsamlegt athæfi, og skal hann þá njóta fulls jafnréttis við aðra menn um réttláta opinbera rannsókn fÞrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.
11. grein.
Hvern þann mann, sem borinn er sökum fyrir…